Innlent

Stýrivextir hafa lítil áhrif á þenslu

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa lítil áhrif á þenslu í þjóðfélaginu. Þetta segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir Seðlabankann vinna að því að finna áhrifaríkari leið til að slá á þensluna. Þrátt fyrir að stýrivextir Seðlabankans hafi hækkað mikið á þessu ári þá virðist ekkert lát vera á þenslu í þjóðfélaginu.

Gylfi Zöega, hagfræðingur hefur bent á að stýrivaxtahækkanir bankans hafi aðeins áhrif á svokallaða millibankavexti, það er að segja vexti á raðgreiðslusamninga, yfirdráttaheimildir, víxla og lán sem ekki bera veð. Þessar tegundir lána eru að mestu í eigu þeirra sem ekki eiga fasteignir eða önnur veð og þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það vekur upp þá spurningu hvort þessi leið seðlabankans til að slá á þenslu, það er að hækka stýrivexti, sé ekki orðin úrelt segir hann það ekki vera en hins vegar sé ljóst að hækkun vaxtanna hafi ekki sömu áhrif hér á landi og annars staðar í Evrópu. Árni segir að vissulega finni þeir fyrir hækkun vaxtanna sem minnst eiga en það sé vegna þess að þeir tekjuhærri séu meðal annars að fjárfesta erlendis. Hann segir hagfræðinga Seðlabankans vinna að því að finna nýja leið fyrir bankann til að hafa áhrif á þenslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×