Innlent

Mikið álag á Reiknistofu bankanna

Mikið álag hefur verið á Reiknisstofu bankanna frá því í gærkvöldi, en í dag eru stærstu mánaðarmót ársins vegna greiðslna hins opinbera á vaxtabótum og ofgreiddum sköttum. Heimabankar hafa legið niðri og erfiðlega hefur gengið að greiða fyrir eldsneyti á sjálfsafgreiðslustöðvum olíufélaganna, svo eitthvað sé nefnt. Færslum sem eru að öllu jöfnu lokið um klukkan átta á morgnana drógust til hádegis í dag vegna álagsins. Auk útgreiðslu launa fá um 44 þúsund manns greiddar út vaxtabætur og þúsundir manna fá greiddar barnabætur. Helgi H. Steingrímsson, forstjóri Reiknistofu bankanna, segir þetta ekki einsdæmi því þessi mánaðarmót séu öllu jafna annasöm hjá bönkunum. Hann segir að allar greiðslur hafi verið komnar til bankanna um hádegi í dag. Það sé þó hugsanlegt að þær komi eitthvað seinna í heimabanka landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×