Innlent

Heimilt að semja við Eykt

Félagsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að fyrrverandi meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðis hafi verið heimilt að semja við Eykt um uppbyggingu á nýju hverfi í bænum. Þar með fellst ráðuneytið ekki á kæru frá gamla meirihlutanum sem nú situr við stjórnvölin í bænum. Bæjarstjórinn segir sveitarstjórnarlögin gatslitin og ónýt.

Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn voru í meirihluta í Hveragerði á síðasta kjörtímabili. Í nóvember í fyrra hafði byggingarfyrirtækið Eykt frumkvæði að því að óska eftir byggingarrétti á 80 hektara landi austan Varmár, sem er svipað landssvæði og allur núverandi kaupstaður stendur á eða um 15 fótboltavellir. Í janúar lagði meirihlutinn síðan fram í bæjarstjórn fullgert samkomulag við Eykt. Þetta gangrýndu Sjálfstæðismenn harðlega en samningurinn var engu að síður samþykktur í bæjarstjórn skömmu síðar. Sjálfstæðismenn kærðu hins vegar samninginn til félagsmálaráðuneytisins, sem hefur úrskurðað að samningurinn skuli standa. Nú eru sjálfstæðismenn komnir í meirihluta í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir að Sjálfstæðismenn telji landið allt að þriggja milljarða virði en bærinn fái ekkert fyrir landið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×