Innlent

Mikill verðmunur á nikótínlyfjum

Mynd/Pjetur
Verð á nikótínlyfjum hefur hækkað töluvert frá því í janúar samkvæmt nýlegri könnun Neytendasamtakanna. Veðhækkunin nemur allt að tuttugu og fjórum prósentum í sumum apótekum.

Neytendasamtökin gerðu verðkönnun á nikóteínlyfjunum Nicorette og Nicotinelle í janúar síðastliðnum og var þá verð kannað í ellefu apótekum. Í nýjustu könnuninni sem var gerð 25 júlí síðastliðinn, var verð á nikótínlyfjum kannað í fjórum apótekum; Lyfju, Apótekaranum, Lyfi og heilsu og Apótekinu en þessar keðjur ráða yfir langstærstum hluta markaðarins. Verð á lyfjunum hefur breyst töluvert frá síðustu könnun en í Apótekinu, þar sem hækkunin var hvað mest, nemur hækkunin 24,3 prósentum að meðaltali. Minnst var hækkunin í verslunum Lyf og Heilsu eða um 17 prósent að meðaltali. Verðmunur milli lyfsalanna hefur þó minnkað síðan í janúar úr tíu og hálfu prósenti í sex prósent. Neytendasamtökin benda á að eflaust megi rekja verðhækkunina að einhverju leiti til gengi dönsku krónunnar sem hefur hækkað um 23% frá áramótum, en nikótínlyfin sem um ræðir eru flutt inn frá Danmörku. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að gera verðsamanburð milli aptóteka. Hægt er að nálgast verðkönnun neytendasamtakanna á heimasíðu þeirra, ns punktur is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×