Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica.
Bayern Munchen og AC Milan skildu jöfn í Munchen. Michael Ballack kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu marki, en Shevchenko jafnaði metin fyrir Milan úr vítaspyrnu í þeim síðari. Þá vann Lyon góðan 1-0 útisigur á PSV í Hollandi.