Innlent

Jafnt í borginni

Ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú fengju Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jafn marga menn kjörna eða sjö hvor flokkur. Vinstri - grænir fengju fimmtánda manninn og yrðu því í oddaafstöðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samfylkinguna.

Könnunin var gerð dagana fjórtánda til nítjánda febrúar og svöruðu 571 af 800 manna úrtaki sem gerir 71,4 prósenta svörun. Þeir sem voru í úrtakinu eru á aldrinum 18 til 80 ára. Í síðastu könnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var skömmu fyrir prófkjör Samfylkingarinnar, um fylgi stjórnmálaflokkanna í borginni hefði Samfylkingin fengið sex menn kjörna. Í könnuninni nú fær Samfylingin sjö menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir einn. Sjöundi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar stendur þó tæpt og stutt er í áttunda mann Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með meirihluta í öllum könnunum frá því í haust en fylgi flokksins hefur dalað um rúm þrjú prósent frá síðustu könnun.

Verði niðurstaða könnuninar raunin í vor er óhætt að segja að Vinstri grænir með sinn eina mann mun hafa mikið að segja um hver fær völdin í borginni næstu fjögur árin.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×