Innlent

Gunnsteinn vann baráttuna um annað sætið

Gunnsteinn Sigurðsson.
Gunnsteinn Sigurðsson. MYND/Stefán

Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttuna um að skipa annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar. Þrír karlmenn skipa efstu sætin eftir prófkjör í gær og konur urðu í næstu sjö sætunum.

Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti fjórða sæti listans og bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í fimmta sæti. Athygli vekur að tveir þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson.

1. Gunnar Ingi Birgisson

2. Gunnsteinn Sigurðsson

3. Ármann Kr. Ólafsson.

4. Ásthildur Helgadóttir

5. Sigurrós Þorgrímsdóttir

6. Margrét Björnsdóttir

7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir

8. Gróa Ásgeirsdóttir

9. Lovísa Ólafsdóttir

10. Jóhanna Thorsteinson

11. Bragi Michaelsson

12. Gísli Rúnar Gíslason

13. Hallgrímur Viðar Arnarson

14. Pétur Magnús Birgisson

15. Ingimundur Kristinn Magnússon




Fleiri fréttir

Sjá meira


×