Árangurinn kom Ásthildi á óvart 22. janúar 2006 12:14 Ásthildur Helgadóttir segir árangurinn hafa komið sér á óvart. MYND/E.Ól. Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Gunnsteinn Sigurðsson vann baráttu fjögurra einstaklinga um annað sætið á framboðslista Sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Einna mesta athygli í prófkjöri þeirra í gær vekur þó árangur nýliðans Ásthildar Helgadóttur sem segir árangurinn hafa komið sér á óvart. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, kom sá og sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hún kom til landsins á föstudag fyrir rúmri viku skömmu eftir að hafa lokið prófum í Svíþjóð þar sem hún er í námi, setti stefnuna á fjórða sæti listans og hreppti það. Síðdegis í dag heldur hún svo aftur út til að ljúka ritgerð við skólann. Ásthildur segir árangur sinn hafa komið sér á óvart. Mikil barátta hafi verið um annað sætið og því hafi hún frekar átt von á því að lenda í fimmta sæti en því fjórða og hefði orðið ánægð með þann árangur. Ásthildur er að klára nám sitt og segist flytjast heim í næsta mánuði. Það ríkti mikil eftirvænting í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Kópavogi í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sóttist einn eftir að leiða listann og fékk sjötíu prósent atkvæða í fyrsta sætið. Baráttan stóð hins vegar um annað sætið sem fjórir frambjóðendur höfðu sett stefnuna á að ná. Þar stóð Gunnsteinn Sigurðsson uppi sem sigurvegari en Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar varð í þriðja sæti. Nýliðinn Ásthildur Helgadóttir hreppti sem fyrr segir fjórða sæti listans, bæjarfulltrúinn Sigurrós Þorgrímsdóttir endaði í því fimmta og næstar komu Margrét Björnsdóttir og Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir. Athygli vekur að tvö þeirra fjögurra sem stefndu á annað sætið sátu uppi í tíunda og ellefta sæti, það eru þau Jóhanna Thorsteinsson og Bragi Michaelsson. Úrslit prófkjörsins 1. Gunnar Ingi Birgisson 2. Gunnsteinn Sigurðsson 3. Ármann Kr. Ólafsson. 4. Ásthildur Helgadóttir 5. Sigurrós Þorgrímsdóttir 6. Margrét Björnsdóttir 7. Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir 8. Gróa Ásgeirsdóttir 9. Lovísa Ólafsdóttir 10. Jóhanna Thorsteinson 11. Bragi Michaelsson 12. Gísli Rúnar Gíslason 13. Hallgrímur Viðar Arnarson 14. Pétur Magnús Birgisson 15. Ingimundur Kristinn Magnússon
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira