Erlent

Ódýrari alnæmislyf fyrir börn

Clinton tilkynnti um gríðarmikla verðlækkun á alnæmislyfjum til barna.
Clinton tilkynnti um gríðarmikla verðlækkun á alnæmislyfjum til barna. MYND/AP

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í Nýju-Delí á Indlandi á fimmtudag að stofnun hans hefði gert samning við lyfjafyrirtæki um að lækka verð á alnæmislyfjum ætluðum börnum um heim allan. Munu tvö indversk lyfjafyrirtæki leggja til 19 tegundir af algengum veirulyfjum, sem munu lækka um 45 prósent í verði.

„Þessi atburður er gott dæmi um hverju við getum áorkað saman,“ sagði Clinton en bætti við að enn sé langt í land í leit að lækningu sjúkdómsins. Samkvæmt tölum SÞ eru nú yfir 40 milljónir manna smitaðir af HIV-veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×