Innlent

"Kjósendur þora ekki að treysta Samfylkingunni."

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir; "Ég er tilbúin."
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir; "Ég er tilbúin." MYND/Anton Brink

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kom víða við í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar, í dag, og fjallaði meðal annars um traust kjósenda. Ingibjörg sagði;

"Vandi Samfylkingarinnar liggur í því að kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum - ekki ennþá, ekki hingað til. Of margt fólk sem vill og ætti að kjósa okkur - allur meginþorri Íslendinga sem hafa sömu lífssýn, áhyggjur og verkefni og við - hefur ekki treyst þingflokknum fyrir landsstjórninni. Þetta fólk hefur ekki treyst okkur til þess að gæta hagsmuna þeirra, tryggja stöðugleika, fara með skattpeninga af ábyrgð, gæta þess að atvinnulíf okkar sé samkeppnishæft og vernda hagsmuni Íslands utan landssteinanna."

Ingibjörg taldi þó að nú yrðu breytingar á. Hún sagði;

En af hverju núna? Jú, vegna þess að Samfylkingin er tilbúin, frambjóðendur eru tilbúnir og ég er tilbúin. Ég ætla að sjá til þess að Samfylkingin vinni ötullega í nýrri ríkisstjórn, víki sér ekki undan erfiðum verkum, sýni samstöðu, stefnufestu og ábyrgð. Ég treysti því og trúi að þingmenn allir og flokksmenn komi með mér í þennan leiðangur því annars höfum við ekki erindi sem erfiði. Annars náum við ekki árangri í þágu íslensks almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×