Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 07:30 Kvensjúkdómalæknir á Landspítala fjarlægði vinstri eggjastokk konunnar án samþykkis eða vitundar hennar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Sjúkratryggingar Íslands hafa verið sýknaðar af miskabótakröfu konu, sem eggjastokkur var fjarlægður úr án samþykkis hennar. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar þar sem ekki var talið að lög um sjúklingatryggingar næðu yfir miskabótakröfu konunnar. Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Hún hafði samþykkt að hægri eggjastokkurinn yrði eftir atvikum fjarlægður, sem var og gert. Því varð konan ófrjó eftir aðgerðina. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Ósammála túlkun Landsréttar Sjúkratryggingar Íslands óskuðu eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar og byggðu á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá byggðu Sjúkratryggingar á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt byggðu Sjúkratryggingar á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Í niðurstöðu Hæstaréttar síðan í febrúar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Ágreiningur um gildissvið Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að konan og Sjúkratryggingar hafi deilt um það hvort lög um sjúklingatryggingu heimiluðu Sjúkratryggingum að greiða konunni miskabætur á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga, sem mælir fyrir um að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni eða ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Tilefnið hafi verið ágreiningur aðila um hvort læknir á Landspítala sem framkvæmdi kviðarholsspeglun á konunni, þar sem báðir eggjastokkar hennar voru fjarlægðir, hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framkvæmd aðgerðarinnar. Sjúkratryggingar á því að skilja yrði orðalag tilvitnaðrar málsgreinar sjúklingatryggingalaga á þann veg að þar væri eingöngu vísað til fyrsta kafla skaðabótalaga, sem fjallar um skaðabætur. Konan hafi aftur á móti byggt á því að samkvæmt orðalagi ákvæðisins væri vísað til reglna skaðabótalaga í heild sinni. Skipti ekki máli hvort læknirinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Við úrlausn ágreiningsefnisins vísaði Hæstiréttur til markmiðs og forsögu laga um sjúklingatryggingu og að þeim hafi verið ætlað að bæta rétt sjúklinga og annarra sem nýti sér heilbrigðisþjónustu meðal annars með því að gera sök ekki að skilyrði greiðslu bóta. Hæstiréttur tók fram að samkvæmt orðum umþrætts ákvæðis laganna væri eingöngu vísað til þess að ákvörðun um fjárhæð tjóns færi eftir reglum skaðabótalaga en ekki að bótaréttur ákvarðaðist eftir reglum þeirra laga. Yrði því að skilja málsgreinina þannig að í henni fælust fyrirmæli um ákvörðun fjárhæðar bóta án tillits til sakar samkvæmt nánari fyrirmælum laganna. Þá væri sá bótagrundvöllur sem mælt er fyrir um í áðurnefndri grein skaðabótalaga sérstaks eðlis. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að bætur sem ákvarðaðar væru á grundvelli mats á ásetningi eða stórfelldu gáleysi samkvæmt ákvæði skaðabótalaga féllu ekki undir að vera ákvörðun bótafjárhæðar í skilningi laga um sjúklingatryggingu. Sjúkratryggingar voru því sýknaðar af öllum kröfum konunnar. Gjafsóknarkostnaður konunnar fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein milljón króna. Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2015 þegar konan gekkst undir kviðarholsspeglun á Landspítala. Hún var þá 34 ára gömul og átti að baki langa sögu um sjúkdóminn endómetríósu, eða legslímuflakk. Í dómi Landsréttar frá 1. desember síðastliðnum segir að konan hafi höfðað mál til heimtu bóta vegna stórkostlegs gáleysis sem læknir hefði sýnt við undirbúning og framkvæmd aðgerðar á henni árið 2015 þar sem vinstri eggjastokkur hennar var fjarlægður án hennar samþykkis. Hún hafði samþykkt að hægri eggjastokkurinn yrði eftir atvikum fjarlægður, sem var og gert. Því varð konan ófrjó eftir aðgerðina. Undir rekstri málsins í héraði hafi verið gerð sátt um aðrar kröfur konunnar en miskabótakröfu hennar. Héraðsdómur sýknaði Sjúkratryggingar af þeirri kröfu á þeim grundvelli að ekki hafi verið um stórkostlegt gáleysi læknisins að ræða. Vísir fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma. Ósammála túlkun Landsréttar Sjúkratryggingar Íslands óskuðu eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar og byggðu á því að túlkun Landsréttar á ákvæði laga um sjúklingatryggingu væri röng og að ákvæðið ætti ekki að leiða til þess að greiða skuli skaðabætur vegna allra þeirra bótaflokka sem tilteknir eru í skaðabótalögum. Þá byggðu Sjúkratryggingar á því að niðurstaða Landsréttar væri bersýnilega röng, meðal annars um mat á saknæmi. Jafnframt byggðu Sjúkratryggingar á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þar sem dómurinn óraskaður myndi fela í sér þá grundvallarbreytingu að starfsmönnum Sjúkratrygginga yrði fengið hlutverk rannsóknaraðila um sök heilbrigðisstarfsmanna. Í niðurstöðu Hæstaréttar síðan í febrúar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi um greiðsluskyldu eftir lögum um sjúklingatryggingu. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Ágreiningur um gildissvið Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að konan og Sjúkratryggingar hafi deilt um það hvort lög um sjúklingatryggingu heimiluðu Sjúkratryggingum að greiða konunni miskabætur á grundvelli ákvæðis skaðabótalaga, sem mælir fyrir um að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni eða ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Tilefnið hafi verið ágreiningur aðila um hvort læknir á Landspítala sem framkvæmdi kviðarholsspeglun á konunni, þar sem báðir eggjastokkar hennar voru fjarlægðir, hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við framkvæmd aðgerðarinnar. Sjúkratryggingar á því að skilja yrði orðalag tilvitnaðrar málsgreinar sjúklingatryggingalaga á þann veg að þar væri eingöngu vísað til fyrsta kafla skaðabótalaga, sem fjallar um skaðabætur. Konan hafi aftur á móti byggt á því að samkvæmt orðalagi ákvæðisins væri vísað til reglna skaðabótalaga í heild sinni. Skipti ekki máli hvort læknirinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Við úrlausn ágreiningsefnisins vísaði Hæstiréttur til markmiðs og forsögu laga um sjúklingatryggingu og að þeim hafi verið ætlað að bæta rétt sjúklinga og annarra sem nýti sér heilbrigðisþjónustu meðal annars með því að gera sök ekki að skilyrði greiðslu bóta. Hæstiréttur tók fram að samkvæmt orðum umþrætts ákvæðis laganna væri eingöngu vísað til þess að ákvörðun um fjárhæð tjóns færi eftir reglum skaðabótalaga en ekki að bótaréttur ákvarðaðist eftir reglum þeirra laga. Yrði því að skilja málsgreinina þannig að í henni fælust fyrirmæli um ákvörðun fjárhæðar bóta án tillits til sakar samkvæmt nánari fyrirmælum laganna. Þá væri sá bótagrundvöllur sem mælt er fyrir um í áðurnefndri grein skaðabótalaga sérstaks eðlis. Komst Hæstiréttur því að þeirri niðurstöðu að bætur sem ákvarðaðar væru á grundvelli mats á ásetningi eða stórfelldu gáleysi samkvæmt ákvæði skaðabótalaga féllu ekki undir að vera ákvörðun bótafjárhæðar í skilningi laga um sjúklingatryggingu. Sjúkratryggingar voru því sýknaðar af öllum kröfum konunnar. Gjafsóknarkostnaður konunnar fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein milljón króna.
Dómsmál Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira