Erlent

Mannskæð umferðarslys á Indlandi

Þrjátíu og þrír létu lífið og fimmtán slösuðust þegar 150 ára gömul brú sem verið var að rífa, hrundi ofan á járnbrautarlest sem keyrði fyrir neðan hana, á Indlandi í dag. Mest af brakinu lenti á vagni sem í voru að minnsta kosti sjötíu farþegar. Þar var manntjónið mest.

Tólf manns til viðbótar létu lífið og tuttugu og fimm slösuðust þegar rúta féll ofan í djúpt gil í norðurhluta landsins. Bílstjórinn náði ekki beygju, og rútan hrapaði tvöhundruð metra niður á botn gilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×