Innlent

Meira en milljón sinnum í bíó

Flestir sáu myndina "Pirates of the Caribbian."
Flestir sáu myndina "Pirates of the Caribbian."

Íslendingar fóru meira en milljón sinnum í bíó, á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Þeir sáu alls 163 titla. Vinsælasta myndin á þessum tímabili var "Pirates of the Caribbean 2" en hana sáu 65.216 manns, á 362 sýningum.

Sú mynd sem sýnd var oftast var hin óviðjafnanlega "Ice Age 2", alls 434 sinnum fyrir 52.307 áhorfendur.

Af kvikmyndum sem frumsýndar voru á kvikmyndahátíðum á tímabilinu er heimildamyndin um Jón Pál Sigmarsson; "Þetta er ekkert mál" langvinsælust, en á tímabilinu höfðu tæpl. 10.000 áhorfendur gert sér ferð á hana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×