Innlent

Borgarstjóri leitar svara vegna spilasalar í Mjóddinni

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur. MYND/Vísir

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri Reykjavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að hann hafi óskað eftir fundi með eigendum Háspennu, stjórnar Happadrættis Háskóla Íslands og rektor Háskóla Íslands til þess að ræða fyrirhugaðan spilasal í verslunarkjarnanum í Mjóddinni.

Vilhjálmur rekur þar hvernig þrír aðilar standi að því að að reka þessa spilakassa og er þetta svar hans við ummælum Páls Hreinssonar lagaprófessors í Fréttablaðinu nú á dögunum um að Happadrætti Háskóla Íslands sé ekki réttur viðmælandi borgaryfirvalda á rekstri spilasalar Háspennu í Mjódd.

Vilhjálmur segir að borgaryfirvöld hafi það í hendi sér að skipuleggja hvar starfsemi af þessu tagi fer fram með heildar hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Segist hann ætla að beita sér fyrir því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×