186,3 milljónir króna greiddar til Byrgisins 30. desember 2006 08:30 Lögreglan rannsakar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni en 24 ára kona hefur kært hann fyrir kynferðisbrot og fjármálamisferli. MYND/Stefán Félagsmál Ráðuneytið og ríkisendurskoðun hafa ótvíræða eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, samkvæmt yfirlýsingu um greiðslu styrks frá félagsmálaráðuneytinu til Byrgisins. Samkvæmt upplýsingum sem Byrgið óskaði eftir frá félagsmálaráðuneytinu, og svarað var í gær, nema framlög ráðuneytisins til Byrgisins samtals 186,3 milljónum króna ef húsaleiga frá 2003 er tekin með í reikninginn, frá árinu 1999 til og með 2006. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær sendi Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra stjórn sjálfseignarstofnunar Byrgisins sjö spurningar með ósk um skjót svör. Guðmundur Jónsson og Jón A. Einarsson svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnarinnar þremur dögum síðar. Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins. Ólafur Ólafsson Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. „Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum.“ Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins. Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir. Að sögn Jóns A. Einarssonar, sem starfar sem forstöðumaður Byrgisins á meðan lögreglan rannsakar meint kynferðisbrot hans og fjármálamisferli, segir alla reyna eftir fremsta megni að gera aðstæður vistmanna sem bestar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ásakanir á hendur Guðmundi, sem gert var grein fyrir í fréttskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 fyrr í mánuðinum, hafi haft bein skaðleg áhrif á vistmenn. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Félagsmál Ráðuneytið og ríkisendurskoðun hafa ótvíræða eftirlitsskyldu með starfsemi Byrgisins, samkvæmt yfirlýsingu um greiðslu styrks frá félagsmálaráðuneytinu til Byrgisins. Samkvæmt upplýsingum sem Byrgið óskaði eftir frá félagsmálaráðuneytinu, og svarað var í gær, nema framlög ráðuneytisins til Byrgisins samtals 186,3 milljónum króna ef húsaleiga frá 2003 er tekin með í reikninginn, frá árinu 1999 til og með 2006. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær sendi Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra stjórn sjálfseignarstofnunar Byrgisins sjö spurningar með ósk um skjót svör. Guðmundur Jónsson og Jón A. Einarsson svöruðu spurningunum fyrir hönd stjórnarinnar þremur dögum síðar. Ráðherra spurði sérstaklega að því hvaða aðili hefði eftirlit með starfsemi Byrgisins. Í svörunum kemur skýrt fram að ríkisendurskoðun og félagsmálaráðuneytið bæru ábyrgð á eftirliti með starfsemi Byrgisins en einnig er það nefnt að Guðmundur, Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, og Magnús Skúlason læknir bæru ábyrgð á faglegu starfi Byrgisins. Ólafur Ólafsson Ólafur segir ábyrgð hans og Magnúsar aðeins tengjast læknisfræðilegri starfsemi. „Við berum læknisfræðilega ábyrgð á okkar störfum, eðli málsins samkvæmt. Við stöndum hins vegar ekki í rekstri og komum ekki að annarri starfsemi heldur en læknastörfum. Það er ekki löglegt að láta okkur bera ábyrgð á öðrum þáttum en snúa að læknastarfsemi. Því er nauðsynlegt að árétta það að okkar faglega ábyrgð snýr eingöngu að læknastörfum.“ Magnús sagðist í samtali við Fréttablaðið einnig líta svo á að ábyrgð hans og Ólafs sneri að læknastörfum en ekki annarri starfsemi Byrgisins. Þrettán eru nú vistaðir í Byrginu en fjórir starfsmenn búa þar nú um stundir. Að sögn Jóns A. Einarssonar, sem starfar sem forstöðumaður Byrgisins á meðan lögreglan rannsakar meint kynferðisbrot hans og fjármálamisferli, segir alla reyna eftir fremsta megni að gera aðstæður vistmanna sem bestar. Hann vildi ekki tjá sig um hvort ásakanir á hendur Guðmundi, sem gert var grein fyrir í fréttskýringaþættinum Kompási á Stöð 2 fyrr í mánuðinum, hafi haft bein skaðleg áhrif á vistmenn.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira