Erlent

15 manns láta lífið í árásum í Írak

Írösk kona grætur eftir sprengjuárásina í Kufa í suðurhluta Íraks í morgun.
Írösk kona grætur eftir sprengjuárásina í Kufa í suðurhluta Íraks í morgun. MYND/AP

Þrjár bílasprengjur sprungu með stuttu millibili í Hurriya hverfinu í Bagdad í morgun en meirihluti íbúa þar eru sjía múslimar. 15 manns létust og 25 til viðbótar særðust. Árásin á sér stuttu eftir að Saddam Hússein, sem var súnní múslimi og fyrrum einræðisherra í Írak, var hengdur og talið er að þetta séu hefndaraðgerðir súnní múslíma vegna aftökunnar.

Eru bílsprengjur í Írak í morgun þá orðnar fjórar og hafa alls 49 látist og 70 særst það sem af er degi. Embættismenn eru nú farnir að óttast að ofbeldi eigi eftir að aukast eftir því sem líður á daginn en gríðarlegur viðbúnaður er nú í Írak vegna ótta við hefndaraðgerðir súnní múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×