Erlent

Palestínumenn syrgja Saddam

Palestínumenn fylgjast hér með fregnum af Saddam í morgun.
Palestínumenn fylgjast hér með fregnum af Saddam í morgun. MYND/AP

Þó svo margir fagni aftöku Saddams Hússeins syrgdu Palestínumenn hann í morgun þar sem hann var einn af þeirra helstu stuðningsmönnum. Ólíkt nærri öllum öðrum í heiminum sáu Palestínumenn Saddam ekki sem harðstjóra heldur sem rausnarlegan velgjörðarmann sem var óhræddur að berjast fyrir málstað Palestínu en síðustu orð Saddams voru „Palestína er Arabaríki."

Rétt eins og aðrir fordæmdu Palestínumenn aftökuna og sögðu að Bandaríkjamenn hefðu átt of mikinn þátt í aftöku hans. Fréttaskýrendur hafa bent á að stuðningur Saddams við Palestínu hafi eingöngu verið bragð til þess að auka vinsældir sínar í Mið-Austurlöndum en hann virðist hafa náð til Palestínumanna því í Betlehem hafa þeir opnað hús þar sem fólk getur komið og syrgt Saddam í góðra vina hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×