Erlent

Ögurstund nálgast í Sómalíu

Hersveitir íslamska dómstólaráðsins sjást á þessari mynd.
Hersveitir íslamska dómstólaráðsins sjást á þessari mynd. MYND/AP

Yfirmaður íslamska dómstólaráðsins, Sheik Sharif Sheik Ahmed, sagði íbúum í hafnarborginni Kismayo, þar sem herafli þess er, að þeir hefðu ákveðið að berjast við óvininn. Stjórnarherinn, styrktur af eþíópískum hersveitum, streymir nú frá Mogadishu til Kismayo og er búist við lokabardaga á milli herjanna tveggja á næstu dögum.

Á sama tíma er stjórnin í Sómalíu að hugsa sér til flutnings og ætlar sér að koma sér fyrir í Mogadishu en hún hefur undanfarið þurft að sitja í smábænum Baidoa. Þrátt fyrir að hafa verið sett á fót með stuðningi Sameinuðu þjóðanna og grannríkja sinna hefur stjórnin aldrei áður verið við völd í Mogadisu.

Sómalir eru líka orðnir varir um sig vegna fjölda eþíópískra hersveita í landinu þar sem Eþíópía er mestmegnis kristin þjóð á meðan Sómalir eru múslimar. Saga landanna tveggja er heldur ekki sem best og það eru aðeins 29 ár síðan þau áttu síðast í stríði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×