Innlent

Skotið á bíl lögreglumanns

MYND/Valli

Skotið var á bíl lögreglumanns á Blönduósi í nótt en enginn var í bílnum þegar skotárásin átti sér stað. Lögreglan á Blönduósi verst allra frétta af málinu en nær allt starfslið lögreglunnar á Blönduósi starfar við málið.

Lögreglumaðurinn sem á hlut að máli segist ekki eiga neina svarna óvini og tekur fyrir að honum hafi einhvern tíman verið hótað lífláti. Hermann Ívarsson varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi sagði í samtali við Fréttastofu Vísis að skotið hefði verið á bílinn um nótt og að enginn hefði heyrt skotið. Ekki var vitað hvort að um slysaskot væri að ræða en hann sagði þó að málið væri ekki síður alvarlegt.

Allt bendir til þess að notað hafi verið stórt skotvopn, stór riffill eða skammbyssa.  Kúlan hafði farið inn um vinstri hliðarrúðu að framan og út um hægri hliðarrúðuna. Þetta mál veldur lögreglunni þungum áhyggjum og hvetur hún almenning til þess að leggja lögreglunni lið við rannsókn þessa alvarlega máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×