Mikil lækkun hlutabréfa í Japan 13. júní 2006 10:03 Maður gengur fram hjá skjá með upplýsingum úr kauphöllinni í Tókýó í Japan. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa lækkaði mikið í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,14 prósent við lokun markaða. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár. Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og ótti fjárfesta við að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hækki stýrivexti eru helstu ástæður lækkana á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Japan. Mestur hluti útflutnings Japana fer á markað í Bandaríkjunum og hægi á innflutningi til landsins hefur það bein áhrif í Japan. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5 prósent og telja sérfræðingar að frekari hækkanir geti hægt á efnahagslífinu vestra. Fjárfestar losuðu sig því við hlutabréf á mörkuðum bæði í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag til að verja sig bæði fyrir hægingu í efnahagslífinu og lækkun bréfanna í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum eru væntanlegar á morgun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa lækkaði mikið í kauphöllinni í Tókýó í Japan í dag en Nikkei-225 hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,14 prósent við lokun markaða. Vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi í tvö ár. Lækkanir á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og ótti fjárfesta við að Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hækki stýrivexti eru helstu ástæður lækkana á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum og Japan. Mestur hluti útflutnings Japana fer á markað í Bandaríkjunum og hægi á innflutningi til landsins hefur það bein áhrif í Japan. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5 prósent og telja sérfræðingar að frekari hækkanir geti hægt á efnahagslífinu vestra. Fjárfestar losuðu sig því við hlutabréf á mörkuðum bæði í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag til að verja sig bæði fyrir hægingu í efnahagslífinu og lækkun bréfanna í kjölfar hækkunar á stýrivöxtum. Verðbólgutölur í Bandaríkjunum eru væntanlegar á morgun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira