Innlent

Breikkun verði flýtt með einkaframtaki

Frá Selfossi.
Frá Selfossi. MYND/GVA

Samtök um fjögurra akreina veg frá Selfossi til Reykjavíkur leggja til að einkaaðili fjárfesti í veginum til að flýta fyrir breikkun hans.

Að félaginu standa tryggingafélagið Sjóvá, sveitarfélagið Árborg, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grefningshreppur, Mjólkursamsalan og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga.

Hugmynd félagsins er að fá fjárfesta til að leggja fjórar akreinar frá Reykjavík að Selfossi, tvær í hvora átt sem verða aðskildar með vegriði. Þorvarður Hjaltason, framkvæmdarstjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir að þar sem engin ákvörðun hafi verið tekin að hálfu ríkisvaldsins um hvenær eða hvort þessi leið verði löguð hafi hugmyndin kviknað til að reyna að flýta fyrir framkvæmdum á veginum.

Hann segir kostnað vegna umferðaslysa á þessari leið hafa verið um einn milljarður króna árið 2004. Þennan kostnað megi minnka um allt að 50 prósent með þvi að breikka veginn. Félagið hefur kynnt hugmyndir sínar fyrir samgönguráðherra og segir Þorvarður að ráðherran hafi ekki tekið illa í þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×