Innlent

Ísfirðingar greiða sama verð og höfuðborgarbúar fyrir hægari nettengingu

Ísafjörður
Ísafjörður MYND/GVA

Ísfirðingar greiða sama verð og höfuðborgarbúar fyrir helmingi hægari nettengingu. Notandi með 4 MB/s tenging á Ísafirði greiðir sama verð og notandi á höfuðborgarsvæðinu með 8 MB/s tengingu.

Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá þessu og sendi vefurinn Símanum fyrirspurn vegna málsins. Í svari Símans segir að verðið hafi með áskrifarleiðir að gera. Síminn hafi tekið að bjóða nýjar áskrifarleiðir þar sem meira sé innifalið. Í skilmálum Símans komi fram að ekki sé tryggt að tengihraði sé sá sami og áskrift kveður á um. ADSL kerfi símans hafi verið uppfært á suðvesturhorni landins, á Akureyri og á Húsavík. Það þýði að þar geti nettengingar verið allt að 12 MB/s við bestu aðstæður. Hins vegar sé mesti mögulegi hraði á öðrum stöðum 6 MB/s. Ekkert hafi breyst hvað varðar rekstrarkostnað kerfisins á Ísafirði og því séu engar forsendur fyrir því að verð til notenda á Ísafirði verði lækkað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×