Klofningur í stjórn Straums - Burðaráss 4. mars 2006 12:45 Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, Þórður Már Jóhannesson, forstjóri bankans, og Magnús Kristinsson, fráfarandi varaformaður stjórnar, á aðalfundi í gær. Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Klofningur kom upp í stjórn Straums - Burðaráss í gærkvöld þegar kosið var um verkskiptingu stjórnar. Aðalfundur Straums - Burðaráss var í gær. Virtist allt leika í lyndi enda hagnaður þessa fjárfestingabanka góður eða um 27 milljarðar króna eftir skatta. Frá sameingingu Straums og Burðaráss í ágúst hefur ekki verið litið svo á að stærstu eigendur væru að skipa sér í fylkingar en til tíðinda dró í gær þegar kom að því að stjórnin kysi varaformann. Formaður hefur verið Björgólfur Thor Björgólfsson en varaformaður Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Magnús á verulegan hlut í Straumi-Burðarás - a.m.k. tvö félög sem honum tengjast eiga tæp 15 prósent í félaginu. En á stjórnarfundinn mætti Þórunn Guðmundsdóttir, lögmaður og bar upp tillögu um að Eggert Magnússon, formaður KSÍ, yrði kjörinn varaformaður. Gekk það eftir með atkvæðum Björgólfs, Eggerts sjálfs og Þórunnnar sem bar tillöguna upp. Magnús Kristinsson greiddi atkvæði á móti og Kristinn Björnsson sat hjá. Þessi tillaga kom Magnúsi greinilega í opna skjöldu "Ég sit þarna klumsa sem fyrrverandi varaformaður og greiddi atkvæði á móti þessu..." segir hann í Morgunblaðinu í morgun. Eggert Magnússon vildi það eitt segja um kjörið þegar NFS ræddi við hann í morgun að stungið hafi verið upp á honum sem varaformanni sem fulltrúi fólks útí bæ, smærri hluthafa, enda sé hann einn af þeim. Ekkert annað liggi að baki þessu að hans hálfu. Þótt Eggert kunni að vera fulltrúi litla mannsins er vitað að hann er handgenginn Björgólfsfeðgum. Þó staða varaformanns sé ef til vill ekki stór valdastaða gefur þetta vísbendingu um að myndast hafi meirihluti og minnihluti í stjórninni - og að í minnihluta séu þeir Magnús Kristinsson og Kristinn Björnsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira