Karlalið Hauka í handbolta tapaði stór fyrir Paris Handball í gær, 34-24, en þetta var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð EHF-keppninnar. Ljóst er að Haukum bíður þungur róður í síðari leiknum sem fram fer í Hafnarfirði um næstu helgi.
Parísarliðið er gríðarlega öflugt og hafði töluverða yfirburði gegn Haukum frá fyrstu mínútu. Staðan í hálfleik var 17-11 en þegar uppi var staðið munaði 10 mörkum á liðunum, eins og áður segir.
Andri Stefan var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk en aðrir skoruðu minna.