Viðskipti erlent

Sameiningin hefur áhrif í Færeyjum

Búist er við því að sameining OMX og Kauphallar Íslands auki hraða framþróunar á Virðisbrævamarkaði Føroya eða VMF, sem Kauphöll Íslands rekur. Þá er talið í frétt Seðlabanka Færeyja um kaup OMX á Kauphöllinni að þróunin verði markaðnum í Færeyjum sérlega hagfelld. Bent er á að bréf VMF séu skráð í dönskum krónum og sem slík verði þau sérlega áhugaverð fyrir danska fjárfesta, en eftir samrunann við OMX fái þeir, rétt eins og allir aðrir á OMX markaðnum, beinan aðgang að fyrirtækjunum sem skráð séu á VMF.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×