Ikea ræður þúsundir starfsmanna 27. september 2006 00:01 Við eina verslun ikea í Bandaríkjunum Ikea ætlar að ráða þúsundir starfsmanna vegna opnunar margra verslana um allan heim á næstu árum. Markaðurinn/AP Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. "Við verðum að ráða að minnsta kosti 10.000 manns til að fylla í stöður," sagði hann í samtali við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri á mánudag. Ikea starfrækir rúmlega 230 verslanir í 33 löndum, þar á meðal eina á Íslandi. Fyrirhugað er að opna 24 nýjar verslanir á næstu 12 mánuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá mun Ikea sömuleiðis vera að horfa til Indlands en ekkert liggur fyrir hvort nokkur verslun verði opnuð þar á næstunni, að sögn Dahlvigs. Velta Ikea nam 17,3 milljörðum evra eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna á síðasta rekstrarári sem lauk í enda ágúst en það er þrefalt meiri velta en á síðasta ári. Ikea er 63 ára gamalt fyrirtæki og enn í einkaeigu. Stofnandi þess, Ingvar Kamprad, er á 81. aldursári og hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil. Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sænski húsgagnarisinn Ikea ætlar að ráða tugþúsundir nýrra starfsmanna víða um heim á næstu árum. Anders Dahlvig, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir ástæðuna vera mikinn fyrirhugaðan vöxt Ikea og opnun fjölda nýrra verslana um allan heim á næstunni. "Við verðum að ráða að minnsta kosti 10.000 manns til að fylla í stöður," sagði hann í samtali við sænska viðskiptablaðið Dagens Industri á mánudag. Ikea starfrækir rúmlega 230 verslanir í 33 löndum, þar á meðal eina á Íslandi. Fyrirhugað er að opna 24 nýjar verslanir á næstu 12 mánuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Svíþjóð. Þá mun Ikea sömuleiðis vera að horfa til Indlands en ekkert liggur fyrir hvort nokkur verslun verði opnuð þar á næstunni, að sögn Dahlvigs. Velta Ikea nam 17,3 milljörðum evra eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna á síðasta rekstrarári sem lauk í enda ágúst en það er þrefalt meiri velta en á síðasta ári. Ikea er 63 ára gamalt fyrirtæki og enn í einkaeigu. Stofnandi þess, Ingvar Kamprad, er á 81. aldursári og hefur verið á meðal ríkustu manna í heimi um árabil.
Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira