Viðskipti erlent

Fall í olíukaup­höllinni

olíuborpallur í norðursjó
Kauphöllin í Osló hefur fallið hratt að undanförnu eftir að olíuverð tók að lækka.
olíuborpallur í norðursjó Kauphöllin í Osló hefur fallið hratt að undanförnu eftir að olíuverð tók að lækka.

Norski hlutabréfamarkaðurinn hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að olíuverð tók að lækka en markaðurinn er mjög háður því og því oft kallaður Olíukauphöllin.

Á mánudaginn lækkaði markaðsvirði kauphallarfélaga í Osló um sex hundruð milljarða króna þegar aðalvísitalan féll um 3,44 prósent. Frá því að hún náði hæsta gildi frá upphafi í maí nemur lækkun hennar um fimmtán prósentum. Norski markaðurinn rétti vel við sér í gær þegar olíuverð hækkaði á nýjan leik.

En söluþrýstingur á félögum, sem tengjast olíugeiranum, hefur einnig smitast til annars konar fyrirtækja. Eitt þeirra félaga sem hefur fallið hvað mest að undanförnu er Opera Software sem Íslendingurinn Jón S. von Tetzchner stýrir. Á einum mánuði hefur gengi hlutabréfa Operu lækkað um fjörutíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×