Innlent

Verð hækkar hér á landi en lækkar annars staðar á Norðurlöndum

Íslenski farsímamarkaðurinn einkennist af fákeppni og þá hefur verð til til neytenda hækkað hérlendis frá árinu 2002 á meðan það hefur lækkað annars staðar á Norðurlöndum. Þetta er meðal meginniðurstaðna skýrslu þar sem bornir voru saman farsímamarkaðir á Norðurlöndum.

Greint er frá á niðurstöðunum á vef Póst- og fjarskiptastofnunar og þar segir að tvö fyrirtæki skipti farsímamarkaðnum á milli sín, Síminn sem hafi 65 prósenta markaðshlutdeild og Og Vodafone sem hafi 35 prósenta markaðshlutdeild.

Segir í skýrslunni að niðurstaðan sé áhyggjuefni og viðbrögð Póst- og fjarskiptastofnunar séu þau helst að hlutast til um lækkun og jöfnun lúkningaverðs farsímafyrirtækjanna og leggja aðgangskvöð á Símann til að auðvelda nýjum þjónustuaðilum leið inn á markaðinn.

Skýrslan var sameiginlegt verkefni Póst- og fjarskiptastofnunar og systurtofnana hennar og var meginverkefnið að kanna áhrif reglugerða á markaðsþróun og samkeppni í þeim tilgangi að meta reynsluna og árangur eftir löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×