Innlent

Forvarnadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun

MYND/Hrönn
Forvarnadagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Dagskrá helguð deginum verður í öllum níundu bekkjum grunnskóla landsins og er ætlunin að forða æsku landsins frá fíkniefnum. Gefin hafa verið út þrjú heillaráð sem send hafa verið inn á öll heimili í landinu:

Þau eru:

-Verjum sem mestum tíma saman. Klukkutíma samvera forledra og barna á hverjum degi getur ráðið úrslitum.

-Hvetjum börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Okkar stuðningur skiptir sköpum.

-Því lengur sem unglingar sniðganga áfengi því ólíklegra er að þeir ánetjist fíkniefnum. Hvert ár skiptir máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×