Innlent

Ætla ekki að taka þátt í umfjöllun um Baug í Kastljósi

MYND/365

Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs, Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, þeir Gestur Jónsson og Jakob Möller Hæstaréttarlögmenn, hafa sent frá sér yfirlýsingar vegna umfjöllunar um Baugsmálið í Kastjósi Ríkissjónvarpsins í gær. Þar kemur fram að umsjónarmaður Kastljóss hafi boðið þeim að taka þátt í umfjölluninni en að þeir hafi allir neitað því boði þar sem málið skuli til lykta leitt á vettvangi dómstólanna en ekki í fjölmiðlum. Umfjöllunin hafi því byggst að verulegu leyti á viðtölum og gögnum frá Jóni Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna, sem upphaflega kom Baugsmálinu af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×