Erlent

Tvö tonn af fílabeini gerð upptæk í Tævan

Tollayfirvöld í Tævan hafa lagt hald á meira en tvö þúsund kíló af fílabeini frá Afríku. Skip sem flutti fílabeinið kom frá Tansaníu og var á leið til Filippseyja. Það hafði viðdvöl í Tævan þar sem upp komst um smyglið. Fílabein er eftirsótt víða um heim og víðsvegar um Asíu er það notað til framleiðslu skrautmuna og höggmynda. Ólöglegt er hins vegar að versla með það þar sem fílar eru í útrýmingarhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×