Sport

Souness og Eriksson áhyggjufullir

Graeme Souness á ekki til orð yfir meiðsladraugnum sem virðist elta lið hans í vetur
Graeme Souness á ekki til orð yfir meiðsladraugnum sem virðist elta lið hans í vetur NordicPhotos/Getty Images

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle og Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segja það mikið áfall fyrir liðin að Michael Owen hafi ristarbrotnað í leiknum við Tottenham í gær. Owen þarf að fara í aðgerð fljótlega og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði.

"Þetta eru hræðileg tíðindi fyrir hann og hræðileg tíðindi fyrir Newcastle, þetta var dimmur dagur fyrir okkur alla," sagði Graeme Souness um meiðsli leikmannsins sem kostaði félagið 17 milljónir punda í sumar og hefur leikið eins og engill í framlínunni.

"Þetta eru auðvitað hræðilegar fréttir fyrir Michael og Newcastle. Hann er frábær leikmaður og afar mikilvægur Newcastle og enska landsliðinu. Ég vona svo sannarlega að hann nái sér sem fyrst og ég mun fylgjast náið með bata hans," sagði Sven-Göran Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×