Æfingar hafnar á Öskubusku 4. janúar 2006 13:43 Söngvarar og aðstandendur sýningarinnar á einni af fyrstu æfingunum á Öskubusku. MYND/Óperan Æfingar eru hafnar á óperunni Öskubusku eftir Rossini sem er aðalverkefni Íslensku óperunnar á vormisseri 2006. Öskubuska er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa víðsvegar um heiminn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Öskubuska verður frumsýnd í Óperunni 5. febrúar 2006 og alls verða 10 sýningar. Það er óhætt að segja að það sé vel valin hópur listamanna sem kemur að sýningunni. Með hlutverk Öskubusku fer Sesselja Kristjánsdóttir, en hún er ein af okkar fremstu mezzó-sópran söngkonum. Hlutverk prinsins, Ramiro, syngur Garðar Thór Cortes en hann hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu og var geisladiskur hans, Cortes, söluhæsti geisladiskurinn fyrir jólin. Einar Th. Guðmundsson syngur hlutverk Alidoro, en Einar hefur verið að gera það gott í Vínarborg undanfarin misseri. Þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur á sviði Íslensku óperunnar. Davíð Ólafsson, syngur hlutverk stjúpföðurins, Don Magnifico, en Davíð er hefur haslað sér völl sem óperusöngvari og skemmtikraftur undanfarin ár. Hlín Pétursdóttir syngur hlutverk stjúpsysturinnar Clorindu, en Hlín hefur að mestu leyti starfað í Þýskalandi síðustu ár en er nú flutt heim og syngur nú aftur í Óperunni eftir nokkura ára hlé. Anna Margrét Óskarsdóttir, er upprennandi sópran söngkona sem fer með hlutverk stjúpsysturinnar Tisbe. Síðast en ekki síst er það hinn ástsæli söngvari Bergþór Pálsson sem syngur hlutverk Dandinis sem er þjónn prinsins. Hljómsveitarstjóri er tónlistarstjóri Óperunnar Kurt Kopecky. Kórinn í sýningunni er skipaður 12 glæsilegum karlmönnum og í hljómsveitinni eru tæplega 40 hljóðfæraleikarar. Leikstjórinn, Paul Suter, er svissneskur og er það eiginkona hans, Season Chiu frá Hong Kong sem sér um hönnun sviðsmyndar og búninga. Ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason. Allar nánari upplýsingar um Öskubusku er að finna á Óperuvefnum Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Æfingar eru hafnar á óperunni Öskubusku eftir Rossini sem er aðalverkefni Íslensku óperunnar á vormisseri 2006. Öskubuska er reglulega á fjölum helstu óperuhúsa víðsvegar um heiminn, en þetta er í fyrsta skipti sem hún er sett upp hér á landi. Öskubuska verður frumsýnd í Óperunni 5. febrúar 2006 og alls verða 10 sýningar. Það er óhætt að segja að það sé vel valin hópur listamanna sem kemur að sýningunni. Með hlutverk Öskubusku fer Sesselja Kristjánsdóttir, en hún er ein af okkar fremstu mezzó-sópran söngkonum. Hlutverk prinsins, Ramiro, syngur Garðar Thór Cortes en hann hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu og var geisladiskur hans, Cortes, söluhæsti geisladiskurinn fyrir jólin. Einar Th. Guðmundsson syngur hlutverk Alidoro, en Einar hefur verið að gera það gott í Vínarborg undanfarin misseri. Þetta er í fyrsta skipti sem hann syngur á sviði Íslensku óperunnar. Davíð Ólafsson, syngur hlutverk stjúpföðurins, Don Magnifico, en Davíð er hefur haslað sér völl sem óperusöngvari og skemmtikraftur undanfarin ár. Hlín Pétursdóttir syngur hlutverk stjúpsysturinnar Clorindu, en Hlín hefur að mestu leyti starfað í Þýskalandi síðustu ár en er nú flutt heim og syngur nú aftur í Óperunni eftir nokkura ára hlé. Anna Margrét Óskarsdóttir, er upprennandi sópran söngkona sem fer með hlutverk stjúpsysturinnar Tisbe. Síðast en ekki síst er það hinn ástsæli söngvari Bergþór Pálsson sem syngur hlutverk Dandinis sem er þjónn prinsins. Hljómsveitarstjóri er tónlistarstjóri Óperunnar Kurt Kopecky. Kórinn í sýningunni er skipaður 12 glæsilegum karlmönnum og í hljómsveitinni eru tæplega 40 hljóðfæraleikarar. Leikstjórinn, Paul Suter, er svissneskur og er það eiginkona hans, Season Chiu frá Hong Kong sem sér um hönnun sviðsmyndar og búninga. Ljósahönnuður er Jóhann Bjarni Pálmason. Allar nánari upplýsingar um Öskubusku er að finna á Óperuvefnum
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira