Innlent

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri

Viðbótarlífeyrissparnaður skerðir ekki grunnlífeyri almannatrygginga. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Í rauninni segir hann slíkan sparnað þann besta sem völ sé á og það sé andstætt vilja löggjafans að skerða hann.

Kristinn H. Gunnarsson formaður stjórnar Tryggingastofnunar ríkisins segir að innan stofnunarinnar sé nú verið að fara yfir það hvernig viðbótarlífeyrissparnaður fólks er meðhöndlaður með tilliti til þess að bætur almannatrygginga skerðist vegna sparnaðarins.Framkvæmdastjói Landssamtaka lífeyrissjóða segir bætur ekki eiga að skerðast.

Stjórnarformaður Tryggingastofnunar segir að þar á bæ sýnist mönnum fljótt á litið sem sú framkvæmd sem verið hefur, að meðhöndla séreignarsparnað með sama hætti og lífeyrisgreiðslur úr skyldubundnum lífeyrissjóðum, kunni að stangast á við almannatryggingalög. Hrafn segir að þar á bæ telji menn lögin alveg skýr sem og vilja löggjafans að lífeyrir skertist ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×