Innlent

Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi

Hæstiréttur vísaði kröfu Albanans frá þar sem krafan barst of seint.
Hæstiréttur vísaði kröfu Albanans frá þar sem krafan barst of seint.

Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið.

Maðurinn var jafnframt dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til mál hans yrði afgreitt. Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. nóvember síðast liðinn. Þá hafði hann þegar afplánað 45 daga fangelsisvist vegna dóms sem hann fékk fyrir að ferðast hingað með fölsuð skilríki. Gæsluvarðhald yfir manninum hefur verið framlengt ítrekað en takmörk eru fyrir hversu langt gæsluvarðhald megi dæma hann í hverju sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×