Sport

Allardyce reiður

Sam Allardyce er búinn að fá nóg af kjaftasögunum sem segja hann verða næsta stjóra Newcastle
Sam Allardyce er búinn að fá nóg af kjaftasögunum sem segja hann verða næsta stjóra Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Bolton, brást reiður við þegar hann var spurður út í þrálátan orðróm sem enn er kominn á kreik um að hann verði næsti stjóri Newcastle. Mikið hefur verið rætt um framtíð Graeme Souness í stjórastól Newcastle og vilja margir meina að hann verði rekinn fljótlega, þar sem gengi liðsins hefur verið langt undir væntingum.

"Það er ótrúleg ósvífni að vera að orða mann við stöðu knattspyrnustjóra hjá félagi sem er enn með mann í starfi," sagði Allardyce og Souness sjálfur hefur enn og aftur lagt áherslu á að hann ætli alls ekki að segja af sér hjá Newcastle þó liðið sé í miklum erfiðleikum.

"Ég segi það enn og aftur, ég segi ekki upp," sagði Souness. "Ég get ekki séð að ég hafi gert eitthvað af mér hérna. Við höfum verið ákaflega óheppnir með meiðsli í vetur og ef skoðað er hvaða leikmönnum við höfum úr að moða, er vel hægt að sjá í hvaða stöðu við erum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×