Sport

Iverson vill vinna gull

Allen Iverson er tilbúinn að spila með landsliðinu aftur, en í þetta sinn verður það gullið og ekkert annað sem kemur til greina
Allen Iverson er tilbúinn að spila með landsliðinu aftur, en í þetta sinn verður það gullið og ekkert annað sem kemur til greina NordicPhotos/GettyImages

Allen Iverson hefur lýst yfir áhuga sínum á að vera valinn í bandaríska landsliðið í körfubolta fyrir heimsmeistaramótið í ár og Ólympíuleikana árið 2008. Hann lýsti þessu yfir við Jerry Colangelo, framkvæmdastjóra liðsins á dögunum.

"Ég talaði við Allen um daginn og honum er mikil alvara með að vinna gullverðlaun með landsliðinu. Ég get ekki annað en lýst yfir ánægju minni með það," sagði Colangelo, sem fer fyrir sérstakri nefnd sem gert hefur verið að velja saman ósigrandi lið sem er ætlað að koma Bandaríkjunum aftur á toppinn í keppni landsliða.

Í stað þess að velja eintómar stórstjörnur í liðið eins og gert hefur verið fyrir undanfarin stórmót, ætlar hin nýskipaða nefnd að taka sér góðan tíma í að finna góða blöndu leikmanna með sérhæfð hlutverk að þessu sinni, en eins og flestir vita hafa Bandaríkjamenn ekki riðið feitum hesti frá síðustu stórmótum í körfubolta, eftir að hafa haft ótrúlega yfirburði fyrstu árin sem atvinnumenn voru leyfðir á Ólympíuleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×