Innlent

Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað

Ákæruliðirnir átta sem eftir standa í Baugsmálinu fara aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur samkvæmt dómi Hæstaréttar.
Ákæruliðirnir átta sem eftir standa í Baugsmálinu fara aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári.

Baugsmálið verður því áfram rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á morgun fjallar dómurinn um matsmál það sem Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, hefur höfðað, en óvíst er hvenær verður fjallað um efnisatriði málsins. Þeir lögmenn sem tengjast málinu sem náðst hefur í eftir að Hæstiréttur felldi dóm sinn telja að dómari boði fljótlega til næsta þinghalds í málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×