Innlent

Ekki hægt að lækka laun forseta

Allt bendir til þess að laun forseta Íslands hækki mest launa ráðamanna og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Ástæðan er sú að stjórnarskráin heimilar ekki að laun forseta séu skert á kjörtímabili hans.

Í smíðum er frumvarp að lögum sem fella á úr gildi úrskurð Kjaradóms í síðasta mánuði um átta prósenta launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna þjóðarinnar. Úrskurðurinn gekk í gildi um áramótin en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi þegar það kemur saman á ný 17.janúar og munu þá laun fyrrnefnds hóps hækka um 2,5 prósent og koma til framkvæmda næstu mánaðarmót.

Samkvæmt heimildum úr forsætisráðuneytinu eru þó litlar líkur á því að frumvarpið hnekki úrskurði Kjaradóms um launahækkun forseta lýðveldisins. 9. grein stjórnarskrárinnar kemur í veg fyrir hægt sé að lækka laun forsetans en þau hækkuðu um átta prósent um áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×