Fazmofélagi kýldi Sveppa 9. janúar 2006 19:09 Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Ráðist var á Sverri Þór Sverrisson eða Sveppa eins og hann er oftast kallaður fyrir utan Hverfisbarinn aðfaranótt sunnudags og hann kýldur í andlitið. Eins og greint var frá í DV í dag lék Sveppi í leiksýningunni Kalli á þakinu á sunnudeginum og mátti sjá hann þar með glóðarauga. Sveppi sagðist í samtali við NFS í dag ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði að kæra árásina en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Árásarmaðurinn er í vinahópi sem hefur verið kallaður fazmo-hópurinn og hélt meðal annars úti heimasíðu á síðasta ári. Á heimasíðunni mátti finna sögur um slagsmál hópmeðlima þar sem þeir gortuðu sig af líkamsárásum. Fjallað var um síðuna í fjölmiðlum og voru gortsögurnar fjarlægðar. Síðar á árinu ákváðu einhverjir hópmeðlima að snúa við blaðinu og taka þátt í starfi gegn ofbeldi með v-dagssamtökunum og má lesa um það á nýlegri síðu sem kallast tveir.is. Hvort slagorðið ofbeldið burt hjá Fazmo-strákunum eigi bara við um ofbeldi gegn konum liggur ekki fyrir. Á sömu síðu er áskoranahorn þar sem sá sem réðst á Sveppa tekur við áskorunum gesta síðunnar. Þessar áskoranir má svo horfa á á síðunni og er ekki hægt að segja annað en þeim svipi mjög til þeirra áskorana sem Sveppi tekur ásamt félögum sínum í þættinum Strákunum á Stöð 2. Af því mætti kannski ætla að árásarmaðurinn virtist hafa eitthvert dálæti á Strákunum eða alla vega á uppátækjum þeirra. En þær áskornir sem hann hefur tekið sér fyrir hendur er meðal annars að pissa á sig og láta júdókappa berja á sér. Á síðunni má einnig sjá mynd af Auðuni Blöndal, félaga Sveppa úr Strákunum. Samkvæmt heimildum NFS hefur árásarmaðurinn verið kærður 28 sinnum fyrir líkamsárásir frá árinu 1998.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira