Innlent

Framsóknarmenn heimsækja starfsfólk

Halldór Ásgrímsson og félagar hans í þingflokki Framsóknar sækja starfsmenn ýmissa fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu heim í vikunni.
Halldór Ásgrímsson og félagar hans í þingflokki Framsóknar sækja starfsmenn ýmissa fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu heim í vikunni.

Starfsmenn fjölda fyrirtækja, stofnana og samtaka á höfuðborgarsvæðinu mega eiga von á heimsókn þingmanna Framsóknarflokksins í vikunni. Tilgangur heimsóknanna er að kynna sér starfsemi fyrirtækjanna og heyra skoðanir stjórnenda og starfsfólks á stjórnmálalífinu.

Fyrstu heimsóknirnar voru í gær og í morgun. Þannig hafa til að mynda starfsmenn Íbúðalánasjóðs, VÍS, Olíufélagsins og Orkuveitu Reykjavíkur fengið Framsóknarmenn í heimsókn en meðal þeirra sem eiga von á þeim eru starfsmenn Mjólkursamsölunnar, ASÍ, Og Vodafone og fleiri fyrirtækja. Framsóknarmenn fara svo í síðustu heimsókn sína á föstudagseftirmiðdag þegar þeir verða í Smáralind.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×