Innlent

Mótmæla því að Vegagerðarmenn fái lögregluvald

MYND/GVA

Landssamband lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á umferðarlögum þar sem starfsmönnum Vegagerðarinnar er veitt víðtækt lögrelgluvald.

Í fyrsta lagi segja lögreglumenn að rannsókn opinberra mála sé verkefni lögreglumanna og það sé óskiljanlegt að eftirlitsstofnun eins og Vegagerðin eigi að sinna rannsókn opinberra mála enda sé verkefni hennar fyrst og fremst veghald og vegagerð.

Þá sé gert ráð fyrir að vegagerðarmenn afli upplýsinga sem mögulega verða notaðar í refsimáli. Afar mikilvægt sé að sá sem hefur afskipti af ökumanni á vettvangi kunni til verka og láti og láti refisfars- og réttarvörslusjónarmið ráða. Það sé vart á færi ófaglærðra Vegageraðrmanna.

Óttast lögreglumenn að afar flókin lögfræðileg staða geti komið upp ef Vegagerðarmenn ætli til dæmis að hefta frekari för bíls því til þess hafi þeir í raun ekki heimildir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×