Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot 12. janúar 2006 20:00 Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira