Leikur Leeds og Wigan í enska bikarnum verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:30. Þá verða Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson í eldlínunni í kvöld þegar Reading tekur á móti WBA.
Birmingham tekur á móti Torquay og Middlesbrough tekur á móti utandeildarliði Nuneaton. Þá mætir Íslendingaliðið Stoke City utandeildarliði Tamworth á útivelli.