Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið 18. janúar 2006 15:55 Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira