Innlent

Mikil spenna í prófkjöri Sjálfstæðismanna

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi.

XXX höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú rétt fyrir fréttir. Mikil barátta stendur um hver skipar annað sæti listans fjórir stefna að því marki og hefur flokksmönnum í Kópavogi fjölgað um nær þriðjung síðustu daga.

Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sækist einn eftir að leiða listann en hörð barátta er um annað sæti listans. Fjórir sækjast eftir því, þau Ármann Kr. Ólason, Bragi Michaelson, Gunnsteinn Birgisson og Jóhanna Thorsteinson.

Kjörstaður opnaði klukkan níu í morgun og stendur kjörfundur til klukkan sex síðdegis.

Jón Atli Kristjánsson, formaður kjörstjórnar segir að flokksmönnum hafi fjölgað mikið undanfarið eða um 800 til 900 síðustu daga. Þegar kjörskrá var tekin saman í gær voru 3.950 félagsmenn í sjálfstæðisfélögunum og búist er við að þeim fjölgi enn í dag því hægt er að skrá sig í flokkinn á kjörstað.

Fyrstu tölur verða líklega birtar upp úr klukkan sex síðdegis, nokkrum mínútum eftir að kjörstaður lokar. Búist er við að úrslit liggi fyrir um klukkan 20 í síðasta lagi.

Nokkuð var um það rætt eftir prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi að kvenfólk ætti erfitt uppdráttar á listanum. Á teikningu sem hengur uppi í félagsheimili Sjálfstæðismanna í Garðabæ eru fjórar prinsessur og einn prins. Ósagt skal látið hvort úrslitin í Garðabæ hafi verið kveikjan að myndinni en svo mikið er víst að sjö konur og átta karlar eru þar í framboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×