Innlent

Pólitískur styrkur mismikill meðal stuðningsmanna

Mynd/GVA
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að valdahópur innan flokksins sé búinn að setja stuðningsmenn Önnu Kristinsdóttur og Óskars Bergssonar í prófkjöri flokksins í Reykjavík í þá aðstöðu, að ganga gegn vilja valdamikilla manna í flokknum á landsvísu. Hann rökstyður þetta á heimasíðu sinni þannig að frambjóðandinn Björn Ingi Hrafnsson sé nánasti samstarfsmaður formanns flokksins, og sæki til hans pólitískan styrk. Félagsmálaráðherra og allir aðstoðarmenn framsóknarráðherranna, styðji hann opinberlega, og formaður fjáröflunarnefndar flokksins, svo dæmi séu tekin, en pistill Kristins nefnist: Flokkseigendafélagið og sýndarmennska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×