Sport

Sven-Göran mun hætta eftir HM í sumar

Enskir virðast vera búnir að fá nóg af hneykslismálum í kring um landsliðsþjálfara sinn, sem mun stíga af stóli eftir HM í sumar
Enskir virðast vera búnir að fá nóg af hneykslismálum í kring um landsliðsþjálfara sinn, sem mun stíga af stóli eftir HM í sumar NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út að Sven Göran Eriksson muni láta af störfum sem þjálfari enska landsliðsins eftir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. Eriksson hefur verið miðpunktur hneykslismála tengdum og ótengdum starfi sínu á undanförnum misserum.

"Enska knattspyrnusambandinu þótti rétt að koma framtíðinni á hreint varðandi enska landsliðið og þessi ákvörðun er tekin með hagsmuni þess að leiðarljósi," sagði Brian Barwick, yfirmaður hjá sambandinu í yfirlýsingu nú rétt í þessu. "Mikið hefur verið rætt um framtíð enska landsliðsins að undanförnu og það er ekki síst stuðningsmanna enska landsliðsins vegna sem við ákváðum að fara þessa leið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×