Sport

Fótboltaveisla á Sýn í sumar

Mynd/Valli

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 fer fram í Þýskalandi 9. júní - 9. júlí nk. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá öllum leikjum keppninnar, 64 talsins, auk þess að sýna fjölda annarra viðburða er tengjast HM 2006 og sjónvarpsþætti, bæði innlenda sem erlenda.

Í gær, mánudaginn 23. janúar, var undirritaður við fyrirtækin Iceland Express, Landsbankinn, Mastercard og Olís viðamesti samstarfssamningur sem gerður hefur verið hér á landi vegna sjónvarpsviðburðar. Undirritunin fór fram í bústað sendiherra Þýskalands við Túngötu 18.

Viðstaddir undirritunina voru forsvarsmenn fyrirtækjanna fimm; Ari Edwald verðandi forstjóri 365, Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans, Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri MasterCard og Einar Benediksson forstjóri Olís, auk sendiherra Þýskalands á Íslandi herra Johann Wenzl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×