Innlent

Starfsmönnum fækkað um hátt í 60

Úr fiskvinnslu HB Granda í Reykjavík.
Úr fiskvinnslu HB Granda í Reykjavík. MYND/E.Ól.

Starfsmönnum HB Granda á Akranesi hefur fækkað um hátt í sextíu á rúmu ári frá því fyrirtækið varð til við sameiningu Haralds Böðvarssonar á Akranesi og Granda í Reykjavík.

Starfsfólki í landvinnslu hefur fækkað um 45 eða um þriðjung samkvæmt úttekt Verkalýðsfélags Akraness. Sjómönnum hefur fækkað um átta eða liðlega tíu prósent og ellefu til viðbótar hefur verið sagt upp störfum en lofað öðru plássi hjá fyrirtækinu ef þeir vilja.

Forysta Verkalýðsfélags Akraness segir samdráttinn í starfsmannahaldi fyrirtækisins á Akranesi mun meiri en eðlilegt geti talist og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, að Skagamenn hafi verið niðurlægðir í sameiningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×